fimmtudagur, september 11, 2008

Dr. Lárus, I presume?

Hef rætt um það hérna áður held ég hversu rosalega ómannglöggur ég get verið og hversu slæmt það getur verið í vinnunni þar sem ég hitti talsvert af fólki. Sem og í hinu daglega lífi svo sem.

Var að versla í Nettó á dögunum, rétt fyrir lokun. Sá þar mann sem ég kannaðist svo rosalega við en gat bara ekki áttað mig á því hver þetta var. Sá hann svo aftur í biðröðinni við afgreiðslukassa og ákvað að fara í einhverja aðra biðröð bara svona til öryggis ef hann myndi nú þekkja mig og þetta yrði eitthvað vandræðalegt. Sat svo heima í sófanum síðar um kvöldið og þá kom þetta allt í einu upp í kollinn á mér hver þetta var. Þetta var sko heimilislæknirinn minn.

Ég ætla að telja mér trú um að þetta sé hraustleikamerki að þekkja ekki alveg í svipinn heimilislæknirinn sinn.

Engin ummæli: