þriðjudagur, september 30, 2008

Fátt er svo með öllu illt

Þegar allt virðist vera að fara til fjandans á klakanum er erfitt að sjá eitthvað jákvætt. Eða hvað? Ég var að lesa núna í gær:

„If they think a show is really poor, they can hit a red button to indicate they´d turn it off at home. U.S. networks such as CBS and Fox pay as much as $20.000 per two-hour session to find their shows´ weak points.“

Hvert er ég að fara? Jú, núna gat ég bara umreiknað dollarann með því að smella tveimur núllum fyrir aftan til að fá út verðmætið í íslenskum krónum. Rosa þægilegt.

Í öllu svartnætti verða menn að reyna að sjá ljósið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú aðeins flóknara í dag... 107 kr var það heillin. Ætli það verði ekki verra á morgun

Nafnlaus sagði...

Björtu hliðarnar eru að ég er enga stund að dæla á bílinn fyrir 2000 kall

Kv. Karvel