Ekki það að þetta hafi eitthvað tilfinningalegt gildi fyrir mig en mér finnst þetta bara alltaf óheyrilega asnalegt þegar þetta gerist. Í tilfelli Sonics fékk Seattle borg greiddar einhverjar bætur fyrir sinn „missi“ en hvað með íbúana og stuðningsmennina? Manni finnst furðulegt að í landinu þar sem það eitt að missa saltstauk á tánna á þér á McDonalds getur tryggt þér fjárhagslegt öryggi það sem eftir er, að einhver sæki ekki einhvern til saka í þessu máli. Menn sitja kannski uppi með fullan fataskáp af merktum liðsfötum af einhverju liði sem ekki er lengur til. Að ég tali nú ekki um þann tilfinningarússibana sem getur fylgt því að það er bara ýtt á „EYÐA“ takkann varðandi liðið þitt.
Eða hvað?
The SuperSonics nickname, logo and color scheme will be made available to any future NBA team in Seattle. According to the team's new owners, the Sonics' franchise history will be "shared" between the Thunder and any future Seattle team.
Afsakið, en ef einhverjum dettur í hug að koma með nýtt lið til Seattle er það þá nýtt lið eða ekki? Hvernig getur saga íþróttafélags verið „shared“ milli tveggja félaga? Eru bæði liðin sama liðið en samt ekki? Hversu fáránlegt er það? Með hvaða liði eiga gömlu stuðningsmennirnar að halda?
Nei, mér er bara fyrirmunað að skilja þetta.
1 ummæli:
skill ekki heldur....
Skrifa ummæli