Þegar það var ljóst að úrslitaleikur meistaradeildarinnar yrði á afmælisdeginum mínum og spilaður á Ólympíuvellinum í Róm þá hefði ég klárlega hugsað það af fullri alvöru að fara á leikinn. Ef árið hefði verið 2007 það er. Tala nú ekki um þegar ljóst varð að Manchester United myndi spila úrslitaleikinn.
En þar sem árið var 2009 og kreppa í gangi var víst ekki annað hægt en að sitja heima. Kannski eins gott, 2:0 tap sem var meira en verðskuldað gerði ekkert sérstakt fyrir afmælisstemminguna hérna. En Eiður fékk gullmedalíu, íslendingur með svona verðlaun er væntanlega nokkuð sem gerist ekki í bráð.
Hann hefði nú samt alveg mátt koma inná þótt ekki væri nema bara í nokkrar mínútur bara svona til að lagfæra stemminguna aðeins hérna heima í sófanum.
miðvikudagur, maí 27, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Til hamingju með daginn í gær (afmælishlutann þ.e.a.s.), og Eið og Daða Stein:)
Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að silfurfægjarinn á Old Trafford hafi verið sáttur með þetta í gær. Það er víst orðið allt of mikið af dollum þarna.
Til hamingju með daginn um daginn, þreyta orsakar það að kveðjan kemur svona seint en betra er seint en aldrei.
kv
Inga og co
Skrifa ummæli