miðvikudagur, maí 13, 2009

Hver þykir sinn fugl fagur

Myndlistarsýning í gangi í Mjóddinni sem hófst núna á dögunum. Svona hefðbundin og árviss þar sem krakkarnir á leikskólunum í neðra-Breiðholtinu sýna verkin sín. Ég náði að skjótast þangað og vera við "opnun" sýningarinnar. Mér fannst myndin hans Loga ansi mögnuð og töff. Hlutlaust mat vitaskuld.


Svo var það samtalið um daginn sem átti sér stað í bílnum á leiðinni heim úr leikskólanum og fjallaði um sumarbústaðaeigendur í Afríku:

Logi Snær: Ég veit hver á heima þarna í stóra húsinu (bendir á Æsufellið)
Pabbi hans: Nú, hver?
Logi Snær: Hann Rúnar Atli. Hitt húsið er nefnilega sumarbústaður.
Pabbi hans: Hitt húsið? Hvaða hitt hús?
Logi Snær: Húsið hans í Namibíu.

Jebbs, það er bara þannig.

4 ummæli:

Jóhannan sagði...

Klárlega langflottasta myndin sko, alveg hlutlaus líka haha

Tommi sagði...

Tjah, miðað við það sem ég sé af þessari sýningu þá ber þessi mynd klárlega af

Nafnlaus sagði...

Upprennandi listamaður- ekki spurning

kv,
Gulla

Villi sagði...

Okkur hér í sumarbústaðnum þykir þetta frábær mynd