Honum var sem sagt skutlað í bæinn en hópurinn hittist við Brynjudalsá í Hvalfirði, þeir sem komu úr Grundarfirði og þeir sem komu úr bænum. Þar hófst pakkinn á smá klettadýfingum og var steggurinn eitthvað hikandi við þetta en hafði þetta af eins og allir þeir sem lögðu í þetta. Undirritaður var þó í minnihluta, ákvað að reyna þetta ekki einu sinni og lifa enn á minningunum um ferðirnar í Kverná hérna í den. Þá var skotist í KFC í Mosó enda steggurinn mikill KFC maður en honum til mikillar hrellingar var honum bara boðið upp á salat. Þaðan var farið í Paintball en ég hafði ekki prófað það áður. Mjög gaman en hápunkturinn var klárlega hlaupandi steggur í gulum bangsabúning með 15 gjammandi paintball byssur á eftir sér.
Smá fíflarúntur síðan með hann, m.a. í Smáralindina í bláa súpermanbúningnum sínum með Liverpool logóinu áður en farið var á Hótel Loftleiðir í pottinn á meðan steggurinn fékk nudd. Út að borða á Caruso og þeir sem voru ekki orðnir of gamlir og þreyttir enduðu á Terminator Salvation í bíó.
3 ummæli:
Blár og marinn
Flottur búningur :-)
Gulla
Ekki góð meðmæli að vakna EKKI við útkallsskilaboð -
gulla
Skrifa ummæli