Styttist í stóra daginn hjá Tomma og Rúnu, 4. júlí og því þurfti víst aðeins að sprella með Tommann. Það var víst stofnað eitthvað fésbókardæmi um þennan viðburð en ég held mínu andfésarbókarstriki. Enn er hægt að notast við tölvupóstinn. Tommi er nú víst byrjaður að sníglast í kringum slökkviliðið í Grundarfirði og því var búið þannig um hnútana að hann yrði kallaður út í útkall í gærmorgun. Eitthvað gekk það nú brösulega því drengurinn vaknaði ekki við útkallsskilaboðin og rankaði víst ekki við sér fyrr en yfirmaður slökkviliðsmála í firðinum var fenginn til að hringja í hann og koma honum af stað. Ég vill nú samt trúa því að þátttaka Tomma í slökkviliðinu hafi ekki tefjandi áhrif á liðið þannig að allir í Grundarfirði geta sofið rólega.
Honum var sem sagt skutlað í bæinn en hópurinn hittist við Brynjudalsá í Hvalfirði, þeir sem komu úr Grundarfirði og þeir sem komu úr bænum. Þar hófst pakkinn á smá klettadýfingum og var steggurinn eitthvað hikandi við þetta en hafði þetta af eins og allir þeir sem lögðu í þetta. Undirritaður var þó í minnihluta, ákvað að reyna þetta ekki einu sinni og lifa enn á minningunum um ferðirnar í Kverná hérna í den. Þá var skotist í KFC í Mosó enda steggurinn mikill KFC maður en honum til mikillar hrellingar var honum bara boðið upp á salat. Þaðan var farið í Paintball en ég hafði ekki prófað það áður. Mjög gaman en hápunkturinn var klárlega hlaupandi steggur í gulum bangsabúning með 15 gjammandi paintball byssur á eftir sér.
Smá fíflarúntur síðan með hann, m.a. í Smáralindina í bláa súpermanbúningnum sínum með Liverpool logóinu áður en farið var á Hótel Loftleiðir í pottinn á meðan steggurinn fékk nudd. Út að borða á Caruso og þeir sem voru ekki orðnir of gamlir og þreyttir enduðu á Terminator Salvation í bíó.
sunnudagur, júní 14, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Blár og marinn
Flottur búningur :-)
Gulla
Ekki góð meðmæli að vakna EKKI við útkallsskilaboð -
gulla
Skrifa ummæli