Án þess að vera að henda neinum sprengjum hérna þá held að við hjónaleysin séum komin á þá skoðun að nú skuli látið gott heita hvað barneignir varðar. Ég veit að maður á aldrei að segja aldrei, ég hef alveg nærtækt dæmi um fólk sem tók upp á því á seinni ferilstigum að auka við barnafjölda sinn án þess þó að ég muni hvort einhverjar yfirlýsingar um að nú væri komið gott hafi fengið að fjúka áður en síðasta eintakið lét sjá sig. Ég er kannski ekki alveg marktækur því mig minnir að ég hafi verið hættur fyrir daga Daða Steins, eins gott að ég er ekki staðfastari en svo. Það er þá ekkert víst að maður sé hættur, hvað veit maður.
Ég fékk reyndar oft það komment þegar konan var ólétt af Daða hvort við værum að „reyna við stelpuna.“ Ég hef nú aldrei skilið það þegar fólk ætlar að skella í einn grísling enn og ætlast til að það sé annað hvort kynið, hvort ástæðan sé að jafna einhver kynjahlutföll eða einhver önnur. Hvað gerir maður svo þegar „vitlaust kyn“ kemur úr pakkanum? Verður ógeðslega fúll og reynir aftur? Og aftur? Fyrir mitt leyti var tekin sú ákvörðun að það skipti ekki öllu máli hvort Wíum III myndi pissa standandi eða sitjandi (reyndar segir Jóhanna systir að allir eigi að pissa sitjandi). Þegar svo Daði Steinn kom í ljós og dró andann þá skipti meira máli hvort það væru 10 tær og 10 fingur, ekki hvort hann væri með félaga eður ei. Góðu fréttirnar við það að Daði Steinn var strákur voru kannski þær að maður þekkti betur inn á gauragenið, einhvern tímann hef ég talað um hvað ég verð týndur í Hello Kitty rekkanum í Toys"R"Us.
En ef hann hefði verið stelpa þá hefði það samt ekki orðið neitt mál. Ég hefði klárlega getað farið þarna út og verslað í bleiku deildinni í einhverjum sjoppum. Litla daman sem Logi Snær spilaði við síðasta sumar sýndi vel fram á það. Meira að segja legghlífarnar voru bleikar.
miðvikudagur, nóvember 24, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hvað er eiginlega í gangi í Eyjabakkanum? Þetta eru djúpar pælingar og ég velti fyrir mér hvað í ósköpunum kom þeim af stað.
Haló hvað er eigielga í gangi ????? hvað í veröldinni kom þessu af stað hjá þér ????
Á að splæsa í eina herraklippingu að neðan?
Skrifa ummæli