fimmtudagur, desember 16, 2010

Á eftir áætlun

Engin sérstök jólastemming hérna. Engin sérstök stemming almennt ef út í það er farið. Daði Steinn er búinn að vera berjast við einhverja pest og hefur því verið í stofufangelsi það sem af er vikunni og klárar hana bara heima úr þessu.

Annars er ég að uppgötva að jólin eru alveg að detta á og ég hef hvergi nærri lokið störfum í undirbúningsvinnu. Samt byrjaði ég snemma að huga að hinum ýmsu málum en ég virðist hafa dottið í þá gryfju að halda að það væri nóg að byrja á verkefninu, restin hlyti að koma af sjálfu sér. Svo er ekki raunin.

Kannski vantar bara snjó.

1 ummæli:

Gulla sagði...

Sammála. Hér í Æsufellinu fer lítið fyrir hinum eina sanna Jólafíling (hjá mér þ.e.). Allt í biðstöðu þar til Villi kemur heim og þá verður líka allt sett í gang :-)