fimmtudagur, september 01, 2011

Ekkert grillaður

September genginn í garð og þá finnst manni alltaf eins og sumarið sé formlega búið þótt sambærileg stemming komi líka alltaf þarna seinnipartinn í ágúst þegar skólarnir byrja og sú rútína hefst.
Þetta sumar fer þó í sögubækurnar sem sumarið sem við áttum ekkert grill. Gamli garmurinn hafði farið niður í geymslu þegar svalirnar voru teknar í gegn í utanhússframkvæmdunum hérna á blokkinni og ég var búinn að heita því að sá haugur færi ekki á "nýju" svalirnar. Svo tók ég mig til undir lok síðasta veturs, þegar ég var orðinn hundleiður á að hafa það niðri í geymslu, og henti því á haugana. Alltaf var ég svo á leiðinni að kaupa mér nýtt grill en kom því, af einhverjum ástæðum, aldrei í verk. Saknaði þess minna en ég hefði haldið en menn hljóta að girða sig í brók fyrir næsta sumar. Eða hvað?

Engin ummæli: