mánudagur, september 26, 2011

Réttarlaus

Sigga fór í sveitina um helgina sem var að líða. Réttarhelgi. Við höfum nú yfirleitt fylgt með í gegnum tíðina eins og ég held að ég hafi komið inn á hér á þessum vettvangi. En kella fór ein í þetta sinnið, hafði þar aðallega leiðinleg veðurspá mest að segja en rigning og rok hefur aldrei kallað neitt sérstaklega á mig fyrir þetta tilefni. Ég get alveg nagað strá, andað að mér sveitalofti og virt fyrir mér rollur í bunkum en þá verður að vera þolanlegt veður, það er bara þannig. Held reyndar að veðrið hafi svo verið skárra en upphaflega stefndi í. Það er alltaf næsta ár, Daði Steinn verður kannski orðinn aðeins meiri maður í rolluglímu.
Við strákarnir reyndum bara að taka slökun á þetta í höfuðborginni. Ísak Máni var reyndar að keppa í skólamóti í fótbolta í Egilshöllinni á laugardeginum, hinu árlega 7. bekkjarmóti. Svo var bara Megavika og Yoyo ís.

1 ummæli:

Villi sagði...

Bleik treyja? Ég las einhvers staðar í dag eða gær að bleikt væri litur sem fá íþróttalið notuðu og væri mjög lítið notaður í þjóðfánum. Ókei, gagnslausar staðreyndir.

En, Ísak Máni... þú ert nú voðalekker í bleiku ;-)