mánudagur, september 26, 2011

Búinn að spýta

Ljóta ruglið.

Tannsaferðin í dag gekk nú reyndar þokkalega en ég fékk staðfestingu á því sem ég vissi. Nú verður maður að fara að klára að láta rífa úr sér þessa endajaxla.

Fjárinn sjálfur.

Ekki nóg með að framkvæmdin sjálf verði örugglega hell, tómir blóðpeningar í ofanálag og svo verður maður örugglega þrefaldur í framan í góðan tíma á eftir.

Díses kræst.

Fleiri, fleiri ár síðan maður ætlaði að klára þennan pakka. En dómur læknisins var að annað hvort fara menn í það að gera eitthvað við þetta eða rífa þetta úr.

Skrambinn.

1 ummæli:

litla systirin sagði...

ó men og ég er að fara á morgun...... síðasta barnatönnin mín þarf að fjúka og ég fæ gerfitönn í staðinn búhú