þriðjudagur, júní 05, 2012

Bongóhelgin sem var

Bongóblíða um síðustu helgi og nokkuð þétt dagskrá.  Föstudagskvöldið fór í aldarafmæli vinnunnar, nokkuð vel heppnað bara.  Enginn tími til að slaka á þarna á laugardagsmorgni því framundan var sveitaferð með leikskólanum hans Daða.  Við gerðum fjölskylduferð úr þessu eins og svo margir, stefnan tekin á Grjóteyri í Kjós, við Meðalfellsvatn.  Helstu húsdýrin á kantinum og grillað gott veður þannig að það var ekki hægt annað en að henda pylsum á grillið áður en lagt var af stað aftur í bæinn.  Ísak Máni átti að mæta í úrvalsbúðir KKÍ, þriðja árið sem hann er valinn í það.  Það verður víst ekki aftur, þ.e. ekki nema að hann verði valinn í U-15 ára landsliðið, enginn pressa...

Logi Snær og Daði Steinn í góðum gír

Ísak Máni með unga
Á sunnudagsmorgni voru menn greinilega ekki enn komnir með nóg af húsdýrum og því var farið í húsdýragarðinn, en kannski var líka stemming fyrir fallturninum og fleiri tækjum.  Enn lét maður framhandleggina í marineringu í sólinni og á sunnudagskvöldinu fór maður úr að ofan áður en skriði var upp í rúm en var samt í hvítum bol.  Skrítið.

Engin ummæli: