þriðjudagur, júní 12, 2012

Ísak Máni í Háskólanum

Ísak Máni tók sig til og skráði sig í Háskóla unga fólksins núna í vor.  Þetta er svona ákveðinn kynning á háskólastarfinu en krakkar 12-16 ára geta sótt þarna námskeið og fengið smá innsýn inn í þennan heim.  Gott mál.  Hann er sem sagt þessa viku í þessu og er m.a. að taka kúrsa eins og eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, fornleifafræði, líffræði, lögfræði og spænsku.  Það kom eitthvað smá myndbrot á mbl.is þar sem fréttamenn kíktu við akkúrat í tíma sem hann var að sækja.  Hann varð ekki svo heppinn að vera tekinn í viðtal en það glittir í kappann 2-3 í bláu adidaspeysunni sinni í þessum myndbroti sem hægt er að sjá -HÉR-.

Engin ummæli: