mánudagur, júní 04, 2012

Logi Snær á netinu

Alltaf gaman þegar maður rekst á „verk“ eftir sig á opinberum vettvangi, tala nú ekki um ef það tengist börnunum manns líka.  Þau er líka hægt að flokka sem verk manns en þó í þessu tilfelli sé ég að tala um ljósmynd.  Ekkert djúpstætt svo sem en mynd sem ég tók af Loga Snæ var notuð í einhvern auglýsingapésa um sumarnámskeið í körfunni hjá ÍR og þaðan rataði hún inn á netið.  Hann hefur s.s. afrekað það að komast á forsíðuna á karfan.is.


Fann hann svo líka inn á körfubolti.net þannig að hann er búinn að því líka.  Ekki slæmt það, allt fer þetta á ferilskránna.


Engin ummæli: