fimmtudagur, júní 14, 2012

Skagamótið 2012... en ég verð fjarverandi

Skagamótið í fótbolta verður sett á morgun og í fyrsta sinn sem ég á dreng á því aldursbili sit ég heima.  Ísak Máni fór 3x sinnum og Logi Snær fór í fyrra.  Hann er á eldra ári núna í þessum flokki en dró sig úr fótboltanum að mestu leyti eftir síðasta sumar og hefur ekki fundið hvatann til að byrja aftur.  Sem er í góðu lagi, ef áhuginn fyrir þessu er ekki til staðar þá nær það ekki lengra, svo einfalt er það. 
Það bærist samt í mér svona blendnar tilfinningar.  Trúið mér, ég er alveg að þiggja eitt sumar þar sem planið þarf ekki að fara eftir fótboltamótum/leikjum.  En á hinn bóginn er ekki hægt að neita því að þrátt fyrir að þessi mót hafi gengið upp og ofan, innan vallar sem utan, þá situr nú yfirleitt það skemmtilega eftir í minningunni og maður tengist betur á margan hátt félögum drengjanna og foreldrum þeirra.
En það er sem sagt heima setið í ár, við verðum bara að sjá hvernig næstu ár þróast hjá Miðjumolanum.  Svo er náttúrulega einn enn á leiðinni upp aldursstigann.

Engin ummæli: