fimmtudagur, ágúst 08, 2013

Þetta sumarið - í stuttu máli og myndum

Sumarið 2013.  Það er nú ekki alveg búið þótt maður detti alltaf í nettan haustgír eftir verslunarmannahelgi, ég tala nú ekki um þegar fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er þriðjudagur eftir verslunarmannahelgina.

Rigningarsumarið mikla mundu sumir segja.  Eitthvað til í því, þetta var a.m.k. ekkert í líkingu við sumarið 2007 þar sem ég var í stuttbuxum upp á hvern einasta dag í fríinu og fyrsta rigningin sem ég fékk eftir að ég fór í frí það árið var á bílastæðinu niðri í vinnu morguninn sem ég mætti aftur eftir fríið.  Þetta slapp nú alveg til veðurlega séð hjá okkur þetta árið held ég þó.  Fyrsta vikan fór nú aðallega í það að koma sér í frígírinn, veðrið ekkert spes og "við" (lesist: Sigga) eitthvað að bardúsa með að svissa á strákaherbergjunum með tilheyrandi málningavinnu, skápakaupum o.s.frv.  Nú er m.a. risastór Hulk á veggnum í herberginu hjá Loga og Daða og ýmislegt búið að breyta og bæta.

Annars vorum við að dúlla okkur eitthvað, fengum að nota bústaðinn hjá Ingu og Gunna í Úthlíðinni og gátum því tekið smá túristarúnt, Gullfoss og Geysir og þessháttar.  Slepptum reyndar Geysi í þetta sinn.  Fengum flott veður í Grundarfirði á meðan Á góðri stund var og tókum nokkra aukadag þar.  Fóru í dagstúra m.a. upp á Skaga en Langisandur og strandblak þar í bongóblíðu eru að verða árviss viðburður.  Tókum svo túr líka til Vestmannaeyja, nokkuð sem við ætluðum að gera í fyrra en þá náðist ekki að framkvæma.  Það var algjör snilld og án efa gerum við þetta aftur síðar.
Besta veðrið á heimaslóðum hérna undir lokin og því var eina vitið að taka þá hérna frekar en að hýrast í einhverju tjaldi fyrir norðan í 6-8 gráðum.   En mig langar svolítið að taka smá rúnt fyrir norðan.  Kannski næst.

Í Vestmannaeyjum
Gott í þessum kaðli - það er ljóst

Froðufjör í Grundarfirði

Sjálfdrifið, það verða allir að fá að prufa

Drullan á Langasandi gerir mönnum gott

Heita sturtan var að gera gott mót

Gamli báturinn frá Spáni kom sterkur inn

Engin ummæli: