Laugardagsmorgun, rétt fyrir klukkan 10:00 í fimleikasal Ármanns í Laugardalnum. Fjölskyldan tók sér bíltúr til að verða vitni af fyrstu skipulögðu íþróttaæfingu hjá Daða, það vildi enginn missa af þessu. Drengurinn var sem sagt að byrja í fimleikum. Hann var nokkuð brattur fyrir þetta, en af fenginni reynslu er maður farinn að taka engu gefnu í þessu fyrr en á reynir. Ég vissi líka ekki hvort þetta yrði eitthvað yfirþyrmandi fyrir drenginn fyrst allir fjölskyldumeðlimirnir væru mættir á hliðarlínuna. En það verður að segjast að hann stóð sig alveg hreint frábærlega vel, var lítið að spá í þessum viðhengjum sem mættu til að horfa á hann og rúllaði í gegnum þetta án mikilla afskipta þeirra, sem er gríðarlega gott. Mamman þurfti einu sinni að stökkva á eftir honum þegar hann tók smá "tvist" á æfinguna með því að taka skoðun á dýrari týpuna af trampólíni. En hey, þetta var græja sem hann horfði Loga Snæ vera á síðasta vetur þannig að menn vildu aðeins reyna sig líka.
Samkvæmt plani verða laugardagsmorgnar skipulagðir undir þetta í vetur, við vonum að þetta verði áframhaldandi gleði.
laugardagur, ágúst 31, 2013
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott að hafa plan
Skrifa ummæli