mánudagur, ágúst 26, 2013

Menningarhlaup, lítið annað en þó það

Menningarnóttin í Reykjavík afstaðin þetta árið.  Veit ekki hvort það var veðrið sem gerði það að verkum að það eina sem ég gerði var að vappast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, án þess að hlaupa sjálfur svona til að hafa það alveg á hreinu.  Ísak Máni og Daði Steinn voru bara að chilla heima.  Sigga tók þátt í hálfmaraþoni og kláraði hún það, reyndar aðeins yfir takmarkinu sem var tveir tímar en niðurstaðan varð víst 02:02:01.  Samt ekki hægt að kvarta yfir því, flottur árangur.  Logi Snær tók svo þátt í 3km skemmtiskokkinu og tók það á einhverju korteri.  Mamman ætlaði að skokka með honum (eftir sitt hlaup) en sá í hvað stemmdi á fyrstu metrunum og hann var alveg sáttur að rúlla þetta einn, enda fékk hann hlaupaúrið hjá mömmu sinni.  Svo mikið er víst að ekki hefði ég haft við honum.  Ég held að Ísak Máni sé að spá í 10 km næsta ár, sjáum hvort hann stendur við stóru orðin.

Eins og fyrr segir var veðrið ekkert spes og það kom aldrei til neinnar umræðu um að taka eitthvað menningarrölt á þetta að sinni.  Ég tók bara tónleikana og flugeldana í imbakassanum, það verður að duga a.m.k. þangað til næst.

Hlaupararnir

Engin ummæli: