sunnudagur, ágúst 25, 2013

Laxveiði - part II

Datt heim eftir laxveiði nr. 2 á ferlinum núna á föstudaginn.  Sami staður og sama tilefni og fyrra skiptið.  Það sem verra var að veiðin hjá undirrituðum var nákvæmlega sú sama og síðast.  Núll.
Í heildina var eitthvað meira að veiðast núna en þegar ég var þarna í Norðuránni fyrir tveimur árum þótt það hafi ekkert ratað á fluguna hjá mér.   Aðstæður hefðu getað verið betri, mikið vatn í ánni enda hafði verið mikil rigning daginn áður en við mættum og svo rigndi aðeins á okkur síðari daginn sem ég var þarna.

Ég hafði gaman af þessu, aðstæður eins og félagsskapurinn og veðrið voru bæði frekar hagstæð, en það veður að segjast að enn bíður maður því eftir fisknum sem bítur á hjá manni og á víst að gera það að verkum að maður froðufellir af unaði, fer og verslar sér græjur eins og það sé enginn morgundagur og þræðir alla læki og sprænur á skerinu fyrir allan peninginn í framhaldinu.

Ég bíð spenntur

1 ummæli:

Villi sagði...

Væri ekki bara fínt að kaupa sér góða hlaupaskó og teygjubindi fyrir hné og ökkla og fara að þjálfa fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon? Örugglega aðeins ódýrara en veiðigræjur og kikkið ábyggilega gott þegar takmarkið næst