þriðjudagur, september 03, 2013

Facebook

Það færist hér til bókar að undirritaður er formlega kominn á feisbúkk, frá og með 1. september sl.  Svo sem ekkert eitt sem ýtti karlinu yfir í þetta með seinni skipum, frekar svona margir litlir.  Fullmargir vinnufundir sem hafa komið upp þar sem ræddir eru möguleikar á að nýta facebook til að auka sölu eða koma ákveðnum vörumerkjum í meira top-of-mind o.s.frv þar sem menn voru ekki alltaf umræðuhæfir.  Svo var ekki orðið hægt annað en að fylgjast með nánustu fjölskyldumeðlimum í gegnum þennan miðil.  Það verður að koma í ljós hversu aktívur maður verður þarna og hvað áhrif þetta hefur á þessa síðu.  Feisbúkk eður ei, þá er alltaf planið að halda lífi í þessari bloggsíðu þó eitthvað hafi hægst á pistlunum.

Engin ummæli: