mánudagur, júlí 27, 2015

Á góðri stund í Grundarfirði 2015


Þá er þessari helgi lokið þetta árið.  Þetta var á margan hátt frekar óvenjuleg hátíð, miðað við mörg árin á undan.

Það sem var aðallega óvenjulegt:

  • Mættum í seinna lagi, um kaffileytið á föstudeginum, bara rétt til að ná froðugamaninu.  Mig minnir að þetta sé þriðja árið sem það er froðugaman en núna var það í franska garðinum sem er bara fyrir aftan húsið hjá mömmu.  Kostur að það var mjög stutt að hlaupa heim í sturtu þegar menn voru búnir að fá nóg, ekki það að kirkjutúnið árin áður hafi verið einhver vegalengd.
  • Ísak Máni var ekki með, var bara heima.  Hann hafði fengið vinnu í Hagkaup í Smáralind þegar við komum frá Spáni og var búinn að vinna frekar grimmt og þ.a.m. alla þessa helgi.
  • Það voru tónleikar á hlaðinu hjá Óla Sigga og Sjöbbu, sem var nýjung sem heppaðist svona líka vel.  Núverandi og fyrrverandi Grundfirðingar sungu og spiluðu.
  • Jóhanna mætti með Aron Kára, þau hafa nú ekki alltaf sé sér fært að mæta og yfirleitt ekki.
  • Sigga þurfti að skjótast í sjötugsafmælisveislu hjá Helga frænda sínum sem haldið var rétt fyrir utan Borgarnes á laugardeginum.  Upphaflega ætlaði hún bara ein en þegar á reyndi vildu bæði Logi Snær og Daði Steinn fara með henni þannig að ég varð bara einn eftir í firðinum.  Sá því ekki mikið point í því að taka skemmtidagskrána þarna á laugardeginum og ákvað frekar að sleikja sólina á pallinum. 
  • Það fór ekki upp svo mikið sem ein gul skreyting þetta árið að Smiðjustíg 9, sem skrifast aðallega á hversu seint við komum á svæðið.
  • Það var ekkert sérstök stemming á Smiðjustígnum fyrir skrúðgöngunni en við létum okkur hafa það alveg undir restina og náðum að reka lestina í henni.  Frekar róleg stemming þar fannst mér, enda kannski erfitt að ætla að viðhalda sömu stemmingunni fyrir þessu ár eftir ár.
  • Fórum svo mjög snemma heim um kvöldið eftir bryggjuskemmtunina, áður en bandið sem var að spila byrjaði, Daði og Logi vildu einfaldlega fara heim.
  • Á leiðinni heim til Reykjavíkur stoppuðum við og fórum upp á Eldborg, hlutur sem Logi Snær er oft búinn að tala um ansi oft þegar við höfum keyrt framhjá.  Tók okkur tvo tíma að rölta þetta fram og til baka.
  • Síðast en ekki síðst þá var þetta væntanlega í síðasta skiptið sem við erum í gula hverfinu, en mamma er að flytja sig yfir götuna sem þýðir að ári verðum við í bláa hverfinu.  Sem verður skrítið en menn verða þá bara að skipta Cheerios bolunum út fyrir ÍR göllum.


Það sem var aðallega venjulegt:

  • Veðrið.  Þvílík bongóblíða að það hálfa hefði verið nóg en það þykja víst ekki fréttir á þessari hátið.  

Bræðurnir í froðugamaninu
Bræðurnir á Eldborg

Engin ummæli: