sunnudagur, ágúst 16, 2015

Daði Steinn - fyrsta fótboltamótið

Eftir að hafa byrjað formlega í boltanum í síðasta mánuði þá tók Daði Steinn þátt í sína fyrsta móti í dag, Arion-bankamótið í Víkinni.  8. flokkur hjá ÍR svona til að halda því til haga.  Ég var að gæla við það að hann gæti notað búninginn hans Loga en vitaskuld var það ekki tekið í mál.  Það var því haldið til Braga í Leiksport og verslað eitt stykki búningasett.  Logi kom með og þegar umræðan um hvaða númer átti að setja á þá vildi Daði vera númer 17, eins og Logi.  Logi tók það hinsvegar ekki í mál og niðurstaðan varð númer 11, eins og Neymar Jr.
Strákurinn stóð sig frábærlega vel á þessu móti, byrjaði að skora tvö mörk í fyrsta leiknum á móti Gróttu og eftir það var ekki litið til baka.  Formlega voru ekki tekin saman nein úrslit en óformlega var ljóst að þeir unnu alla sína leiki.

Fyrsta markið á ferlinum í bígerð - með vinstri

Yfirvegun á móti Blikunum
Annars fannst mér hann góður þegar ég var að hrósa honum fyrir mótið og m.a. að hafa skorað 6 mörk í leikjunum 5.  Hans svar við þessari tölfræði var einfaldlega þetta:
"Ég skoraði ekki 6 mörk í 5 leikum pabbi.  Ég skoraði ekki í einum leiknum, þannig að ég skoraði 6 mörk í 4 leikjum."

Enn einn snillingurinn, svaðalega er maður ríkur.

Svakalegir tilburðir

Á móti Grindavík

Peppfundur á milli leikja með Helga þjálfara

Flottir

Engin ummæli: