fimmtudagur, desember 29, 2005

“Þú brennir peninga með því að kveikja...”

Flugeldakaup á morgun, andvarp! Það verður víst ekki komist hjá þessu þegar maður á 6 ára gamlan dreng. Takmarkið er að halda þessu undir 6000 krónum sem hljómar kannski ótrúlega nánasarlega en mér finnst bara ekki gaman að brenna peningana mína. Ef ég mætti ráða þá myndi ég ekki eyða krónu. Ég lifi alveg góðu lífi á gamlárskvöldi með að klæða mig vel og standa aðeins til hliðar og horfa á alla sprengjusjúklingana tapa sér í gleðinni og bomba frá sér allt vit. En þar sem frumburðurinn er ekki alveg að sætta sig við svoleiðis vinnubrögð þá verðum við að gera svo vel að taka upp veskið og kveikja í peningunum.

Annars var ég að fá tölvupóst áðan frá Villa áðan. Ef einhverjir bjuggust seint við því að ég færi að blogga þá held ég að hann jafnvel verið ólíklegri en ég að detta í bloggið. En allavega þá er hann búinn að vera að laumupúkast með þetta í einhverjar vikur, gafst upp á Operunni og skipti um taktík. Þið getið þá hætt að bauna á mig þótt ég hafi kosið að hafa einhvern aðlögunartíma á þessu hjá mér. Hann þóttist auðvitað vera búinn að senda út tilkynningu í fjölskyldunni um þetta en ég sé í gegnum það. Þetta er komið út í tómt rugl, maður þarf varla lengur að hringja í nokkurn mann, bara spurning um að lesa bloggið. Ég bíð spenntur eftir mömmu í bloggmenninguna

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég læt mér nægja hurðasprengjurnar og stjörnuljósin sem ég fékk gefins í vinnunni hrmpf

Davíð Hansson Wíum sagði...

"Slapp" með 4505 kr, hurðasprengjur og stjörnuljós innifalin

Nafnlaus sagði...

Hehehe hér á þessu heimili var keypt eins og eitt stykki risakassi með skriljón bombum. Nei takk ég kýs að halda mig inni.... Með strákarnir missa sig úti í gleðinni....