föstudagur, desember 30, 2005

Sum börn verða til í hlöðunni

Það er alltaf gaman að sjá börnin sín fæðast og taka á sig mynd. Ég var fenginn til að vinna að ákveðnu verki sem Jóhanna og Elli, a.k.a. Herra og Frú Suðureyri, fóru af stað með. Þau voru að vinna að gerð gönguleiðakorts fyrir Súgandafjörð þar sem horft var til gömlu samgönguleiðanna. Mitt hlutverk var að safna gömlum frásögnum af þessum leiðum og hnoða saman einhvern texta sem hægt væri að koma á prent. Það hafðist að koma þessu í eitthvað frásagnarform þótt ég verði að viðurkenna að Hlaðan (Þjóðarbókhlaðan) hafi verið langt frá því spennandi sl. sumar. Að hanga þarna inni yfir einhverjum skruddum á heitum sumardögum, úff. Fyrir þá sem ekki vita er ekki hægt að opna svo mikið sem eitt stykki glugga í kofanum heldur er þetta eitthvað loftræstisystem sem er ekki að gera gott mót á sumrin. Það er líka svolítið skrítið að koma þarna inn, ég fæ alltaf svo geðveikt Háskóla-flassback að maður kiknar í hnjáliðunum, veit ekki hvort það er lyktin þarna sem hefur þessi áhrif á mig eða hvað. Ekki það að þetta sé eitthvað slæmt en ... æi ég veit ekki hvað skal segja, ég er búinn með Háskólapakkann og sakna Hlöðunnar ekkert sérstaklega. Við skulum segja að Hlaðan sé í góðu svona í hæfilegum skömmtum. Allavega, þessi texti er kominn þarna á myndarlegt form og ég er bara sáttur, held að það hafi alveg ræst úr þessu barni.

Hægt er að drögin að þessu korti HÉR á pdf formi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

:) Allir að kikja þetta er bara glæsilegt. En ég verð að skjóta einu inní á meðan bróðir minn sat sveittur inní þessari þjóðarbókhlöðu þá labbaði ég allar þessar gönguleiðir :) Bara svona að prófa þær.

Kæri Davíð hefði ekki getað þetta án þín :)))