fimmtudagur, desember 22, 2005

Síðasta gjöfin

Ég fór í Kringluna í gærkvöldi til að athuga með síðustu gjöfina sem ég átti eftir. Jamm, það var fyrir konuna. Sem betur fer var þessi elska búin að gefa mér örlítinn jólagjafalista svona til að gefa mér einhverjar hugmyndir. Það eru til tvennskonar jól: Annars vegar jól þar sem ég er fyrir löngu búinn að finna gjöfina fyrir konuna, eitthvað ógeðslega sniðugt með gríðarlegt notagildi og svo hins vegar jól þar sem þar sem ég er alveg týndur út á túni. Því miður eru þessi jól eins og þau síðarnefndu. Ég dreif mig af stað með nokkrar hálfhugmyndir í kollinum og reyndi að gíra mig upp í þetta. Byrjaði á því að rölta einn hring og sjá hvernig stemmingin væri, nóg var af helvítis fólkinu. En það var alveg sama hvað ég reyndi, innkaupaandinn var ekki með í för og því ráfaði ég þarna um eins og illa gerður hlutur. Ég reyndi að fara í þær búðir þar sem ég gæti mögulega fullmótað þessar hálfhugmyndir mínar með misjöfnum árangri. Svo sá ég fljótlega að ég var ekki að nenna þessu dæmi þannig að ég ákvað að versla ekkert þarna um kvöldið þótt ég væri eiginlega búinn að ákveða hvað ég myndi kaupa en ekki endanlegu útfærsluna á því. Náði að redda þessu í dag, vona að þetta falli í góðan jarðveg.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey núna er minns forvitin hvað keyptiru handa frúnni.....

Nafnlaus sagði...

ég giska á loðfeld með innbyggðu sjónvarpi og usb tengi frá (cr)apple eða öðru nafni i-fur