laugardagur, mars 18, 2006

Framkvæmdir og fótboltamót

Alltaf einhverjar framkvæmdir hérna megin, núna var það eldhúsið. Máluðum það um síðustu helgi og létum svo smíða borðplötu eins og okkur hafði alltaf langað í og kláruðum svo málið með nýjum stólum. Við erum helv… ánægð með þetta allt saman. Hérna er niðurstaðan, fyrir breytingar og eftir breytingar.

Vatnsberarnir voru að spila í innanhúsmóti Utandeildarinnar í dag og okkur gekk svona glimmrandi vel, unnum 3 leiki en töpuðum einum. Það þýddi að við unnum riðilinn okkar og spilum í úrslitum á morgun. Hef reyndar ekki hugmynd um hvernig framkvæmdin á því verður en vonandi höldum við áfram að gera góða hluti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt eldhús.... Hlakka til að koma í mat á nýja borðið