mánudagur, mars 27, 2006

Tölvutæknin

Tölvutæknin er yndisleg.

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir þá var konan ekki heima frá því snemma á laugardeginum fram á sunnudagskvöld. Hún kom sem sagt heim í gærkvöldi eftir að hafa verið fyrir vestan. Hún kom heim, skellti tveimur töskum á gólfið í forstofunni, einn sængurfatapoki og úlpa fóru sömu leið. Húsbóndinn á heimilinu fékk koss og knús. “Gaman að sjá þig” sagði hún. “Úff, ég er frekar þreytt eftir þetta allt” hélt hún áfram þegar hún rölti inn í stofu, teygði sig í fartölvuna og settist í sófann.

Eftir einhvern tíma lokaði hún fartölvunni, stóð upp og sagði: “Já, helgin var sem sagt svona hjá þér”. Og það besta var að ég varla búinn að segja orð frá því að hún kom inn um dyrnar.

Tölvutæknin er yndisleg.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já Davíð minn, ég þarf bara ekki lengur að tala við þig, les bara bloggið þitt!!!!

Villi sagði...

Svona er þetta. Þú gætir alveg verið í Namibíu og hún á Íslandi og tengslin væru jafngóð...

Nafnlaus sagði...

bwhahahhhaahahah

Nafnlaus sagði...

Ef þú vilt nálgast mig
með eitthvað sem angrar þig
sendu mér brostið hjarta
í gegnum internetið

Nafnlaus sagði...

Já þetta er sem ég segi, maður þarf bráðum ekki að tala við neinn, maður fer bara á netið