þriðjudagur, maí 09, 2006

Enn liggur Logi Snær

Ástandið hérna heima er frekar bagalegt. Logi Snær enn lasinn, heldur litlu niðri. Rúmið hans, rúmið okkar, stofugólfið, hornsófinn (báðir endar), eldhúsgólfið, sófaborðið eru meðal þeirra staða sem hann hefur skilað því sem hann hefur borðað. Hann liggur fyrir megnið af deginum, enda lítið inni á orkureikningnum til að gera nokkuð annað. Hérna gengur líka þvottavélin nánast allan sólarhringinn enda lenda fötin hans og nánasta umhverfi í einhverju tjóni þegar á þessu stendur. Ótrúlega óspennandi. Ég er varla að sjá hann fara mikið á leikskólann í vikunni en vonandi fer guttinn að hressast. Agalegt að hanga svona inni í svona góðu veðri, samt merkilegt hvað geðheilsan hjá honum er geðgóð. Kannski hefur hann bara ekki orku til að vera pirraður.

Engin ummæli: