
Strákurinn stóð sig vel samkvæmt lýsingum frá mömmu hans og ekki lýgur hún. Hann spilaði í marki í fyrsta leiknum og síðan í vörninni eftir það.

Svo er mót um næstu helgi, á sunnudaginn, en þá er vormót KRR í Egilshöllinni. Aldrei frí í þessum bransa en á meðan hann hefur gaman að þessu þá er um að gera að hvetja hann áfram, við hjónaleysin höfum trú á að þetta geri honum bara gott.
3 ummæli:
Spurning um að fara að drafta hann yfir í Vatnsberana...
Hvað er eiginlega málið með þessa snýtiklúta á hausnum? Hef ekki séð Eið Smára með svoleiðis græju...
Go Ísak Go Ísak Go Ísak
Skrifa ummæli