föstudagur, maí 12, 2006

Ölóði formaðurinn

Alltaf gaman að gera eitthvað sem maður er ekki vanur að gera. Fór í ríkið í dag, seinnipartinn á föstudegi. Bullandi stemming, kappinn var vígalegur þarna, ekkert annað en innkaupakerra sem dugaði fyrir innkaup helgarinnar. Fór að rekkanum en sá að það var ekki nóg í hillunni fyrir mig. Þurfti að fá aðstoð frá einni starfsdömunni til að fá það sem ég þurfti. Kostaði ferð fyrir þessa dömu inn á lager og svo kom hún þaðan með það sem ég þurfti á stærðarinnar kerru. Fór svo á kassann, alltaf jafn fyndið að fara á kassann í ríkinu því mér finnst alltaf eins og ég eigi að sýna skilríki. Líklega fer ég ekki nógu oft í ríkið. Líklega er ég lít ég út fyrir að vera eldri en tvítugt.

Til að skýra þetta nánar þá var ég að kaupa öl fyrir hreinsunardaginn hérna í blokkinni, gengur víst ekkert að fá þetta lið til að týna rusl og sópa nema að lofa því öli og grilluðum pylsum. Þar sem maður er búinn að fá stöðuhækkun í stjórn húsfélagsins, úr ritaranum og upp í formanninn þá verða menn að sýna meiri ábyrgð. Ef það er hægt að kalla það að útvega áfenga drykki ábyrgðarfullt starf.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf stemmari í ríkinu...

Nafnlaus sagði...

Þvílikur heiður fyrir þig að fá svona ábyrgðarfullt starf hehe.....

Villi sagði...

Hvað er kvenfélagskellingin að setja sig á háan hest?

Var farið á Puffanum að kaupa veigarnar?