þriðjudagur, maí 02, 2006

Að vera nörd eður ei

Ég elska þennan þátt um Sænsku nördana, finnst hann algjör snilld. Hann heitir náttúrulega ekki Sænsku nördarnir í Svíþjóð heldur ber hann nafn liðsins sem stofnað var um þetta dæmi, FC Z. En ég meina kommon, þetta eru algjörir nördar og ekkert annað. Sá svo í blöðunum að Sýn ætlar að koma með íslenska útgáfu af þessum þáttum og ef ég náði þessu rétt á liðið þar að heita FC Nörd, ekkert hálfkák þar. Þar ætla þeir að safna saman strákum sem hafa litla sem enga reynslu af íþróttaiðkun en sem eru vel gefnir einstaklingar. Veit ekki alveg hvað það þýðir, kannski verða menn að sýna fram á einhverja frammúrskarnadi færni í eðlisfræði eða vera með háskólapróf í bókmenntum. Sem leiðir að einu í þessu máli. Ég hef nefnilega tekið eftir því að margir hinna sænskættuðu nörda lýsa yfir talsverðum sagnfræðiáhuga, af einhverjum orsökum. Ég verð að viðurkenna, svona þegar ég fer að leiða hugann að því, að þegar ég var að nema þessi fræði í Háskólanum þá voru ekki margir með mér sem voru liðtækir á vellinum. Við skulum alla vega orða það svoleiðis að ég held að Knattspyrnulið Sagnfræðiskors Háskóla Íslands hefði ekki verið líklegt til árangurs á knattspyrnumótum innan Háskólans og enn síður á stærri mótum. En kannski var ég bara í “slæmum” árgangi hvað þetta varðar. Kannski ekki. Kannski er ég bara algjört viðundur í þessu máli, að taka stúdent frá íþróttabraut og fara svo í sagnfræði í Háskólanum. Líklega gerir þetta stúdentspróf mitt það að verkum að ég verð ekki gjaldgengur í FC Nörd, án þess að ég teljist einhver yfirburðaríþróttamaður. Er líklega ekki heldur með nógu góðar einkunnir frá Háskólanum til að komast í klúbbinn.

Ég held að það verði ekki spurning um hvort heldur hve margir sagnfræðiáhugamenn verða liðsmenn FC Nörd. Þeir verða mínir menn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér varð hugsað til þín þegar ég sá þetta...he he he, en held því miður að aldurstakmark hafi bjargað þér :) Nei reyndar varð mér hugsað til frænda þíns og ég held ég þurfi ekki að nefna nein nöfn.... múhahaha Svansson, ef þú lest þetta þá veistu hvað þú átt að gera!!

Nafnlaus sagði...

Bwahahahahaha, held að Biggoj hafi hitt naglann á höfuðið þarna en aldurinn væntanlega bjargað þér. Spurning um að bjóða FC Nörd í æfingaleik hmmmm