miðvikudagur, júní 14, 2006

Sami dagur alla daga

Mér líður svolítið eins og Bill Murray í Groundhog day þessa dagana. Vakna - fer í vinnuna - reyni að heyra einhverjar fréttir af fyrsta leik dagsins á HM fljótlega eftir hádegið og fylgjast með honum á hlaupum - sé glefsur af fyrri hálfleik af leik nr. 2 niðri í vinnu - fer heim og reyni að sjá restina af seinni hálfleik af leik nr. 2 - reyni að nota tímann milli 18:00 - 19:00 til að fæða fjölskylduna og leggst svo upp í sófa tímanlega fyrir leik nr. 3 - Glápi svo loks á 442 áður en maður fer að huga að sænginni. Vakna - fer í vinnuna - reyni að heyra einhverjar fréttir af fyrsta leik...

Ég telst til 25% af fjölskyldunni sem er ekki kominn í sumarfrí og ég get ekki sagt að það sé heilmikil stemming á bak við það. Ísak Máni er reyndar í stífum æfingabúðum, fótboltaæfingar mánudaga - fimmtudaga fyrir hádegi og síðan eftir hádegi tekur við fótbolta- og frjálsíþróttaskóli til kl. 16:00 á daginn. Svona verður þetta hjá kappanum þessa og næstu viku og hápunkturinn verður síðan Skagamótið aðra helgi. Vonandi verður betra veður upp á Skaga heldur en í fyrra.

Engin ummæli: