laugardagur, júní 10, 2006

Tannlausi tónlistamaðurinn

Örugglega milljón hlutir sem maður ætlaði að blogga um á meðan ég komst ekki í tölvu, búinn að gleyma megninu af því eða búinn að ákveða að þeir hlutir séu gamlar fréttir og því ekki blogghæfir lengur.

Ísak Máni spilaði í fyrsta sinn "opinberlega" þann 24. maí sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagurinn hans Varða. Hann spilaði á píanó og blokkflautu og stóð sig vel - alveg hlutlaust mat!

Ég ætlaði samt að blogga eitthvað heljarinnar blogg á afmælisdaginn, 27. maí sl. en sökum títtnefndrar tölvuvandamála þá varð ekkert úr því. Það er alltaf 27. maí 2007.

Mér skilst að 27. maí hafi verið haldinn hátíðlegur í Namibíu, var það ekki fæðingardagur Jolie-Pittsdóttur? Gæti samt hafa verið 26. eða 28., spurning um að fá þetta staðfest úr innsta hring, namibíska tengslanetinu mínu.

Annar atburður sem stendur mér talsvert nær sem ég hafði vonast til að myndi gerast 27. en gerðist daginn eftir, þann 28. Tvær tennur voru farnar að vera ansi lausar upp í Ísaki Mána og svo gerðist það s.s. 28. maí að hann missti fyrstu tönnina sína. Eins og það væri ekki nóg heldur þá fór hin þremur dögum seinna í ærslagangi á fótboltaæfingu. Mínum varð eitthvað bilt við þetta og kastaði upp og varð eitthvað miður sín með þetta allt en kom þó heill út úr þessu.


Ein farin


Tvær farnar

Að lokum þá er myndasíðan búin að liggja niðri, en mér skilst að þetta standi allt til bóta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann er tannlaus greyið takið eftir þvi tönnunum hann týndi takið eftir því ... LALALLALA lagið mannstu Davíð

Nafnlaus sagði...

Flottur strákur hann Ísak Máni, bæði spila opinbera eftir svona stuttan tíma í námi og búinn að missa tvær tennur. Hlakka til að sjá ykkur fljótlega.

Nafnlaus sagði...

Allt komið í gang gamli