
Ég byrjaði daginn á sturtu um morguninn og skildi ekkert í því hvurslags stillingar þetta væru á sturtuhausunum upp á Akranesi því mér fannst eins og það væru naglar sem lentu á hausnum á mér þegar ég stakk hausnum undir bununa. Áttaði mig svo á því að þetta var sæmilegasti sólbruni í hársverðinum sem kallaði fram þessar tilfinningar. Man ekki eftir að hafa sólbrunnið svona ferlega í skallanum áður. Reyndar var ég nýbúinn að vera í vélinni þannig að stráin voru í styttra lagi.

Myndasíðan víst komin í lag og ég ætti þá að geta hent inn myndum annað kvöld, klukkan orðin alltof margt til þess í kvöld.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli