föstudagur, ágúst 04, 2006

Fuglaflensan

Hvað varð eiginlega um fuglaflensuna?

Var þetta ekki orðið bara spurning um mínútur hvernær þessi næsti svarti-dauði kæmi til landsins? Og það var fyrir einhverjum vikum eða mánuðum. Þetta var í hverjum einasta fréttatíma í marga daga og alltaf kom þessi pest nær og nær landinu. Maður fylgdist með þegar hún hélt innreið sína inn í hvert Evrópulandið á eftir öðru og barst eins og eldur í sinu í átt til Íslands. Þegar henni skaut upp kollinum í Danmörku þá var nánast öllu lokið. Maður borðaði hverja máltíð á KFC eins og hún væri sú síðasta á þeim stað og eldaði kjúklingana heima 10 mínútur lengur en venjulega, just in case! Tveir fuglar fundust dauðir út á víðavangi og yfirdýralæknir var hataðsti maður á landinu af því að víkingasveitin var ekki kölluð út til að taka sýni úr fuglunum.

En svo hvað?
Hættu þessar fréttir að vera fréttir?
Stormur í vatnsglasi?
Mýfluga sem verður að úlfalda?

Maður spyr sig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flugaflensan hefur alla tíð verið til.... Bara mismikið í umræðunni útaf hættulegum afbrigðum hennar. Ég heyrði fyrst um þessa flensu í lífeðlisfræðitíma árið 2003....

ENGAR FRÉTTIR ERU GÓÐAR FRÉTTIR !!