miðvikudagur, ágúst 23, 2006

KSÍ og ég

Við Ísak Máni fórum á Ísland - Spánn núna á dögunum. Það var fínt, ekkert sérstakur leikur en ágætisstemming og menn voru almennt sáttir. Strákurinn var svo farinn að biðja um að fara á Ísland - Danmörk sem er núna í byrjun september og ég var búinn að lofa að taka það til skoðunar. Svo hófst miðasalan á netinu í hádeginu í gær og ég fór að athuga málið þegar ég kom heim seinnipartinn í gær. Mér til mikillar skelfingar sá ég að búið var að ráðstafa megninu af bestu sætunum, eiginlega megninu af öllum sætunum ef út í það er farið. Til að toppa þetta allt þá hefði það kostað mig 6.750 fyrir okkur tvo að fara á völlinn í góð sæti en til samanburðar kostaði pakkinn fyrir okkur 3.750 kr. á Spánarleikinn. Til að detta endanlega í reiðiskast út af þessu datt ég niður á fotbolti.net og rakst á þessa frétt. Hvað á maður að segja? Andskotans kjaftæði er þetta, af tæplega 10.000 miðum fara tæplega 6.000 miðar EKKI í almenna sölu. Nei takk, fokkjú segi ég bara. Ég ræddi bara við drenginn minn og við uðrum sammála um að hann fengi bara eitthvað annað í staðinn. Samt frekar fúlt því okkur báða langaði á leikinn. En þetta var of mikið af því góða fyrir mig í bili, ég sendi bara KSÍ löngutöng í bili. Við þessa plebba þarna úti sem fenguð miða í gegnum Glitni eða 365 eða eitthvað álíka segi ég bara enjoy, en ég læt ekki bjóða mér þetta.

Engin ummæli: