þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Varalisti

Jóhanna systir er að fara gifta sig á sunnudeginum eftir viku. Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt um hinar ýmsu hefðir og hluti sem nauðsynlegt er að gera þegar maður er að fara gifta sig. Get ekki sagt að ég fyllist spenningi en það er samt reynt að telja manni trú um þetta og hitt.

Eitt af því sem ég hef lært að það er eitthvað sem tíðkast sem kallast "varalisti" hvað gestalista varðar. Það eru sem sagt einhverjir aðilar sem eru ekki alveg nógu góðir vinir eða ekki alveg nógu blóðskyldir til að komast inn með fyrsta holli en gott að hafa í bakhöndinni ef mikið verður um brottföll meðal 1. flokks gesta. Það telst ekki vera nógu gott ef þú reiknar t.d. með 100 manns í veisluna að það komi bara 70. Svo er mér sagt a.m.k. Ótrúleg klikkun maður.

Bara ein bón frá mér til ykkar. Ef ég er á einhverjum varalista þarna úti þá megi þið bara sleppa því að bjóða mér. Bara vinsamleg tilmæli. Maður kemur líklega til með að líta öðrum augum á þau brúðkaupsboðskort sem kynnu að villast inn um lúguna hjá mér. En svo á hinn bóginn er víst vonlaust að vita hvort þú ert 1. eða 2. flokks. Það sem þú veist ekki ætti ekki að skaða þig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu en ég gifti mig á laugardaginn eftir viku. Já þessi varalisti var mér sagt að gera frá einni nýgiftri vinkonu minni og ég var með alveg 6 nöfn á þessum varalista.......

Davíð Hansson Wíum sagði...

Vá, úff! Eins gott að þú lést mig vita með daginn, ekki gott ef ég myndi mæta á sunnudeginum...