sunnudagur, desember 03, 2006

Ekki gera ekki neitt

Ísak Máni er búinn að taka þátt í tveimur viðburðum núna á stuttum tíma, annars vegar fótboltamót og hins vegar sundsýning. Á þessum viðburðum var sami styrktaraðili, ákveðið innheimtufyrirtæki hérna í bæ. Núna á Ísak Máni sem sagt verðlaunapening og vatnsbrúsa með lógói þessa fyrirtækis og hefur sagt við mig eftir þessa viðburði: "Pabbi, manstu eftir þessu?" þegar við rekumst á auglýsingar þessu tengt í fjölmiðlum eða á förnum vegi.

Spurning hvort verið er að hamra á skilaboðum í þessum stíl sem eiga að rata til foreldranna sem eru að sköltast með gríslingana á þessa viðburði eða hvort verið sé að undirbúa gríslingana sjálfa þegar þeir komast á þann aldur að þeir verði í áhættuhópi um að ráða ekki lengur við gemsareikninginn. Þá er gott að þau þekki lógóið og viti fyrir hvað það standi.

Á meðan ekki kemur umslag með þessu lógói úr póstkassanum stílaðan á einhvern á heimilinu þá ætla ég ekkert að hafa þetta framarlega í minniskubbnum.

Engin ummæli: