En það er bara samt stundum sem ég stend á gati. Fréttir bárust af því í morgun að forstjóri eins banka hér í bæ hafi grætt tæpar 400 milljónir á einu bretti með því að nýta sér svokallaðan kaupréttarsamning. Hann kaupir hluta í bankanum á rúmlega 40 millur sem hann selur svo aftur og fær fyrir það rúmlega 420 millur. Gróði upp á 380 millur. Hvað ætli þetta hafi tekið langan tíma? Korter?
Ég skil þetta alveg en samt stend ég á gati. Er ekki nóg að borga þessum mönnum einhverja fleiri tugi milljóna í árslaun? Er nauðsynlegt að gefa þeim svona smá extra fríðindi? Fást annars engir hæfir menn til að stýra bönkunum?
Spyr sá sem ekki veit.
Á ég svo bara að taka þá staðreynd í ósmurðan afturendann að ef ég vil taka 15 milljónir í lán til að kaupa mér nýtt hús þá verð ég búinn að borga einhverjar 60-70 milljónir í bankann aftur þegar ég verð búinn að borga lánið?
Stundum líður mér eins og asna.
1 ummæli:
Hann er af Skaganum... dugar það ekki?
Skrifa ummæli