þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Hrakfallabálkurinn

Fékk símtal um miðjan dag í gær. Logi Snær hafði dottið úti þegar hann var í leikskólanum og fékk stærðarinnar sár fyrir neðan annað augað. Töldu fóstrurnar að réttast væri að ég færi með hann og léti athuga hann betur. Það var því lítið annað fyrir mig að gera en að sækja piltinn og fara með hann niður í Heilsugæsluna í Mjódd til nánari skoðunar. Kom svo á daginn að lítið var hægt að gera, fóstrurnar höfðu búið eins vel um sárið og frekast var hægt. Logi Snær var reyndar allt annað en sáttur þarna inni þannig að á vissan hátt var maður guðslifandi feginn að ekki þurfti að framkvæma einhverja meiriháttar aðgerð á drengnum. Það verður að teljast líklegra en hitt að hann fái myndarlegt ör eftir þetta.Þetta er nú ekki fyrsta byltan á andlitið hjá honum, skemmst er að minnst þess þegar hann flaug á hausinn á Grundarfjarðardögunum sl. sumar sem endaði þannig að skafa þurfti malbikið úr enninu á honum.Vona að fall sé fararheill inn í lífið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh stúfurinn

Nafnlaus sagði...

Anga kallinn, en þetta grær vonandi fljótt :-)