miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Toppurinn

Sigga er búin að toppa mig. Ég get ómögulega séð hvernig ég get komið til baka og toppað hana á móti. Að komast á mynd á forsíðu heimasíðu knattspyrnufélagsins Vals er bara eitthvað sem mér dreymir um en Sigga einfaldlega framkvæmdi.

Klikkið HÉR til að sjá þetta og svo á myndina til að fá hana stærri.

Hvað get ég gert? Spilað eins og engill með UMFG í bikarkeppni KSÍ sem nær sínum besta árangri í sumar og verð svo seldur til Old Boys liðs Vals fyrir háar fjárhæðir.

Arrggg...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sorrý elskan, þú fékkst bara að vera tímavörður en ég fékk að afhenda verðlaunin, þú varst samt góður á klukkunum :-)