fimmtudagur, júní 14, 2007

Stæðið á sínum stað

Við létum verða af því að kaupa nýtt hjól handa Ísaki Mána, gamla hjólið orðið fulllítið og afmæli drengsins á næsta leyti. Skref sem er víst óhjákvæmilegt en örugglega það erfiðasta á hjólaferlinum, úr eins gíra fótbremsuhjóli yfir í fullbúið gírahjól án fótbremsa. Ég var búinn að kíkja einn nettan hring til að sjá það sem í boði var en sem fyrr endar maður alltaf á gamla vinnustaðnum. Þeir voru búnir að blása til mikillar útsölu og því brjálað að gera þegar við komum rúmum hálftíma fyrir lokun. Lítið var um bílastæði sem snéru að versluninni og var mér starsýnt á bílastæðin hinum megin, þar sem einkastæði starfsmannanna eru. Horfði með girndaraugum á gamla stæðið mitt sem var laust en mér fannst bílnúmerið á skiltinu eitthvað kunnuglegt. Var svo ekki skrítið því þetta var sama skiltið og var búið til fyrir mig á sínum tíma. Ég lét ekki bjóða mér það tvisvar heldur lagði bara í stæðið "mitt", fór og verslaði eitt stykki hjól og allir sáttir. Ekki amalegt að hafa einkastæði fyrir utan verslun, þótt númerið stemmi ekki.KT-291, Izusu Gemini árgerð 1989 hvítur að lit sem fór í brotajárn fyrir einhverjum árum og fékk ég 5.000 kr fyrir, ein ömurlegustu viðskipti sem ég hef átt. Veit ekki hvort gamli atvinnurekandinn sé að bíða eftir því að ég komi aftur, finnst sennilegra að um framtaksleysi í bílastæðismálum að hans hálfu sé að ræða.

Engin ummæli: