sunnudagur, júní 24, 2007

Sviðin jörð eftir Skagamótið

Kominn heim eftir að mörgu leyti erfiðasta Skagamót sem við höfum farið á. Síðasti leikurinn mótsins sem fram fór í morgun tapaðist og niðurstaða helgarinnar varð því einn sigur, eitt jafntefli og sex töp, næstneðsta sæti í þýsku deildinni. Ísak Máni var í marki í leik dagsins, eins og síðustu tveimur leikjum gærdagsins og stóð sig sem fyrr mjög vel. Hann kemur mér meira að segja stundum á óvart hvað hann er í raun sterkur á svellinu þegar á hólminn er komið.Enn sem fyrr segir var þetta ansi erfitt að peppa upp mannskapinn þegar hver tapleikurinn rak annan, og drengnum mínum fannst þetta óheyrilega erfitt, sérstaklega í ljósi þess að ekki voru allir í liðinu búnir að æfa jafnlengi og minn maður og skilningur á leiknum var því mismikill meðal manna. Á svona stundum óskaði maður þess að geta skipt á sagnfræðiprófinu og sálfræðiprófi.

Flott veður allan tímann en eitthvað klikkaði undirritaður á derhúfunni og sólarárburðinum á meðan öllu stóð. Sit því hérna sjóðheitur í framan og verkjar allrosalega í sviðinn skallann, stundum er ekki nógu sniðugt að vera svona stuttklipptur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haaahhhhahhaahahhaah

Nafnlaus sagði...

BWAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA Mr Applehead

Nafnlaus sagði...

Fór sólbruninn eitthvað með bloggáhugann hjá þér???