Snjóbrettið var í gær, þ.e. þeir sem treystu bakinu sínu í það.
sunnudagur, desember 30, 2007
miðvikudagur, desember 26, 2007
Alþjóðlega Breiðholt
þriðjudagur, desember 25, 2007
Jólin
Jólin gengin í garð og tærnar uppi í lofti. Reyndar hefur sú athöfn, þ.e. að hafa tærnar uppi í lofti ekki verið eins þægileg og oft áður. Ástæða þess er sú að undirritaður og fjölskylda skelltu sér í sund núna um helgina en vegna þess hve langt er liðið frá síðustu sundferð og almennt hreyfingarleysi hefur háð kappann þá fóru einhverjar hopp- og skopphreyfingarnar í sundinu illa í karlinn og bakið búið að vera helv... slæmt síðan.
Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.
Smelltum okkur upp í Mosó í hádeginu í dag, í hangikjöt og tilheyrandi. Það fór að kyngja niður þessum líka alvöru jólasnjó og á tímabili fór maður að hafa smá áhyggjur að verða veðurtepptur en öll komust við nú heim. Fínt að komast heim í íþróttabuxur og bol. Við Ísak Máni tókum okkur til og kíktum á einn af þeim hlutum sem hafði leynst í einum pakkanum í gær, Play Sport leikinn fyrir Playstation tölvuna. Þetta er hreyfileikur með tilheyrandi hoppi og skoppi. Sem fór ekkert alltof vel í alla bakveika. Það var allavega hægt að nota það sem afsökun fyrir tapinu.
Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.

sunnudagur, desember 23, 2007
laugardagur, desember 22, 2007
Undirbúningur jólanna
Svei mér ef það hefur bara ekki verið allt vitlaust að gera þessa rúmlega síðustu viku.
Síðasta helgi fór eitthvað í matarboð, á föstudeginum hjá vinahjónum okkar hérna í hverfinu og svo var farið í skötu upp í Mosó á laugardeginum. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá hélt ég mér við fiskréttinn, þ.e. það sem var boðið upp á fyrir þá sem þykjast ekki geta borðað skötu.
Ísak Máni keppti svo í fótbolta á jólamóti í Egilshöllinni á sunnudeginum. Þeim gekk svona lala, 2 jafntefli og 2 töp. Minns var í markinu í tveimur leikjum en færði sig svo í vörnina og stóð sig vel. Sem fyrr, hlutlaust mat.
Síðan hefur þetta verið svona að gera og græja fyrir jólin. Maður reynir nú að halda ró sinni en það þarf vitaskuld að kaupa einn eða tvo pakka. Svo voru það jólakortin og vitaskuld þurfti maður að redda einhverju í jólamatinn. Sem sagt, allt svona hefðbundið.
Villi og co mætt á svæðið og farið var í útskriftarveislu til þeirra í gær, Dagmar var að setja upp hvíta kollinn. Fjöldi manns samankomin í Æsufellinum, fínasta partý þótt yngstu drengirnir voru eitthvað ekki alveg með skilgreininguna á partýi á hreinu. Eða bara það að þeim fannst þetta ekkert partý. Ekki gott að segja.
Annars held ég að þetta sé allt að skríða saman og mín vegna mega jólin alveg koma.
Síðasta helgi fór eitthvað í matarboð, á föstudeginum hjá vinahjónum okkar hérna í hverfinu og svo var farið í skötu upp í Mosó á laugardeginum. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá hélt ég mér við fiskréttinn, þ.e. það sem var boðið upp á fyrir þá sem þykjast ekki geta borðað skötu.
Ísak Máni keppti svo í fótbolta á jólamóti í Egilshöllinni á sunnudeginum. Þeim gekk svona lala, 2 jafntefli og 2 töp. Minns var í markinu í tveimur leikjum en færði sig svo í vörnina og stóð sig vel. Sem fyrr, hlutlaust mat.
Síðan hefur þetta verið svona að gera og græja fyrir jólin. Maður reynir nú að halda ró sinni en það þarf vitaskuld að kaupa einn eða tvo pakka. Svo voru það jólakortin og vitaskuld þurfti maður að redda einhverju í jólamatinn. Sem sagt, allt svona hefðbundið.
Villi og co mætt á svæðið og farið var í útskriftarveislu til þeirra í gær, Dagmar var að setja upp hvíta kollinn. Fjöldi manns samankomin í Æsufellinum, fínasta partý þótt yngstu drengirnir voru eitthvað ekki alveg með skilgreininguna á partýi á hreinu. Eða bara það að þeim fannst þetta ekkert partý. Ekki gott að segja.
Annars held ég að þetta sé allt að skríða saman og mín vegna mega jólin alveg koma.
fimmtudagur, desember 13, 2007
þriðjudagur, desember 11, 2007
Taka 2
laugardagur, desember 08, 2007
Tilraunaeldhúsið
Eftir að Ísak Máni fékk humarsúpu hjá vini sínum og varð svona rosalega hrifinn hefur reglulega komið upp sú umræða um að foreldarar hans þyrftu að elda svona súpu við tækifæri. Tala nú ekki um eftir að hann fékk uppskriftina á upprunastaðnum.
Tækifærið kom í dag. Sigga og drengurinn fóru í búð og versluðu það sem til þurfti fyrir tilefnið, m.a. nokkur grömm af humri á 15.9oo kr eða eitthvað álíka. Eitthvað fór eldamennskan ekki eins og til stóð og þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir, m.a. með áfengum drykkjum, var innihald pottsins úrskurðar vanhæft til inntöku og endaði í vaskinum. Sem betur fór var ljóst hvert stefndi áður en hið dýrmæta fiskmeti var notað.
Til að það fari nú ekki til spillis er áætlað að gera tilraun nr. 2 á næstu dögum. Annars var kvöldmat kvöldsins reddað með einhverju léttmeti en til að koma aðeins á móts við svekkelsi humarsúpuleysisins þá var Ben & Jerry ís í eftirmat. Hann klikkar aldrei ef létta á lund heimilisfólksins hérna.
Tækifærið kom í dag. Sigga og drengurinn fóru í búð og versluðu það sem til þurfti fyrir tilefnið, m.a. nokkur grömm af humri á 15.9oo kr eða eitthvað álíka. Eitthvað fór eldamennskan ekki eins og til stóð og þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir, m.a. með áfengum drykkjum, var innihald pottsins úrskurðar vanhæft til inntöku og endaði í vaskinum. Sem betur fór var ljóst hvert stefndi áður en hið dýrmæta fiskmeti var notað.
Til að það fari nú ekki til spillis er áætlað að gera tilraun nr. 2 á næstu dögum. Annars var kvöldmat kvöldsins reddað með einhverju léttmeti en til að koma aðeins á móts við svekkelsi humarsúpuleysisins þá var Ben & Jerry ís í eftirmat. Hann klikkar aldrei ef létta á lund heimilisfólksins hérna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)