laugardagur, desember 08, 2007

Tilraunaeldhúsið

Eftir að Ísak Máni fékk humarsúpu hjá vini sínum og varð svona rosalega hrifinn hefur reglulega komið upp sú umræða um að foreldarar hans þyrftu að elda svona súpu við tækifæri. Tala nú ekki um eftir að hann fékk uppskriftina á upprunastaðnum.

Tækifærið kom í dag. Sigga og drengurinn fóru í búð og versluðu það sem til þurfti fyrir tilefnið, m.a. nokkur grömm af humri á 15.9oo kr eða eitthvað álíka. Eitthvað fór eldamennskan ekki eins og til stóð og þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir, m.a. með áfengum drykkjum, var innihald pottsins úrskurðar vanhæft til inntöku og endaði í vaskinum. Sem betur fór var ljóst hvert stefndi áður en hið dýrmæta fiskmeti var notað.

Til að það fari nú ekki til spillis er áætlað að gera tilraun nr. 2 á næstu dögum. Annars var kvöldmat kvöldsins reddað með einhverju léttmeti en til að koma aðeins á móts við svekkelsi humarsúpuleysisins þá var Ben & Jerry ís í eftirmat. Hann klikkar aldrei ef létta á lund heimilisfólksins hérna.

Engin ummæli: