Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.
Smelltum okkur upp í Mosó í hádeginu í dag, í hangikjöt og tilheyrandi. Það fór að kyngja niður þessum líka alvöru jólasnjó og á tímabili fór maður að hafa smá áhyggjur að verða veðurtepptur en öll komust við nú heim. Fínt að komast heim í íþróttabuxur og bol. Við Ísak Máni tókum okkur til og kíktum á einn af þeim hlutum sem hafði leynst í einum pakkanum í gær, Play Sport leikinn fyrir Playstation tölvuna. Þetta er hreyfileikur með tilheyrandi hoppi og skoppi. Sem fór ekkert alltof vel í alla bakveika. Það var allavega hægt að nota það sem afsökun fyrir tapinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli