þriðjudagur, desember 25, 2007

Jólin

Jólin gengin í garð og tærnar uppi í lofti. Reyndar hefur sú athöfn, þ.e. að hafa tærnar uppi í lofti ekki verið eins þægileg og oft áður. Ástæða þess er sú að undirritaður og fjölskylda skelltu sér í sund núna um helgina en vegna þess hve langt er liðið frá síðustu sundferð og almennt hreyfingarleysi hefur háð kappann þá fóru einhverjar hopp- og skopphreyfingarnar í sundinu illa í karlinn og bakið búið að vera helv... slæmt síðan.

Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.

Drengirnir á aðfangadag


Logi Snær í beinagrindapeysunni


Ísak Máni með Tinna


Á leiðinni í Mosó í talsvert af nýjum fötum


Smelltum okkur upp í Mosó í hádeginu í dag, í hangikjöt og tilheyrandi. Það fór að kyngja niður þessum líka alvöru jólasnjó og á tímabili fór maður að hafa smá áhyggjur að verða veðurtepptur en öll komust við nú heim. Fínt að komast heim í íþróttabuxur og bol. Við Ísak Máni tókum okkur til og kíktum á einn af þeim hlutum sem hafði leynst í einum pakkanum í gær, Play Sport leikinn fyrir Playstation tölvuna. Þetta er hreyfileikur með tilheyrandi hoppi og skoppi. Sem fór ekkert alltof vel í alla bakveika. Það var allavega hægt að nota það sem afsökun fyrir tapinu.

Engin ummæli: