Smelltum okkur vestur í Grundarfjörðinn um helgina á hina árlegu bæjarhátíð. Sem ég er farinn að hallast að sé eitt best geymda leyndarmálið í þessum bransa. Hvergi auglýst en alltaf örugglega rúmlega 3000 manns á svæðinu og þeir sem koma í fyrsta sinn virðast ekki gera sér grein fyrir hversu viðamikið þetta er. Bara gaman að því. Sem fyrr var bongóblíða allan tímann, smá hressileg hafgola á laugardeginum en sólin yfirgaf aldrei svæðið.
Annars var þetta að mestu leyti hefðbundið. Sveinn Brynjar, vinur hans Ísaks Mána, kom með okkur eins og í fyrra og því var maður með þrjá gríslinga en það gekk nú allt saman. Tókst reyndar að láta plata mig í einhvern fótboltaleik á sunnudeginum. Svo sem ekki neinn bara einhvern fótboltaleik heldur var þetta auglýstur sem landsleikur á milli Íslands og Póllands. 7-mannabolti sem var reyndar bara 6-manna því fleiri knattspyrnuspilandi Pólverja var ekki hægt að fá í Grundarfirði. Ég hafði nú ekki komið undirbúinn undir þetta og spilað því í marki á stuttbuxum, stuttermabol og berhentur og komst að þeirri niðurstöðu að legghlífar, markmannshanskar og annar hlífðarbúnaður er stórlega ofmetinn. Ísland vann eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Þá er hægt að fara hlakka til næsta árs. Reyndar verður það tvöfaldur pakki ef maður tekur það því þá verslunarmannahelgi verður unglingalandsmót UMFÍ í Grundarfirði. Miðað við að sundlaugin var bara rétt að valda 3000 manns þá veit ég ekki hvernig þeir ætla að tækla 10.000 manns. En það verður alla vega fótboltavöllur nánast í bakgarðinum á Smiðjustíg 9 og Ísak Máni er alveg að kaupa þá hugmynd.
mánudagur, júlí 28, 2008
fimmtudagur, júlí 17, 2008
Gáfulegt?
Litla systir hringdi í mig í dag til þess eins að spyrja mig hvort ég væri fyrir framan tölvu. Líklega vantaði henni einhverjar upplýsingar en þar sem ég var ekki fyrir framan tölvu þá náði sú umræða ekki lengra. Málið er að tölvan hennar er dauð en hleðslutækið fyrir tölvuna er bilað og hún tímir ekki að kaupa sér nýtt! Hún er sko að spá í að kaupa sér nýja tölvu en hvenær það gerist veit ég ekki en þangað til ætlar hún sko ekki að kaupa sér nýtt hleðslutæki. Líka rosalega leiðinlegt vegna þess að hún er sko með ógisslega sniðuga bloggpistla í kollinum en út af þessu öllu komast þeir ekki þaðan út til að skemmta okkur hinum.
Gáfulegt?
Maður á kannski ekki að vera svona leiðinlegur að drulla yfir litlu systur hérna á veraldarvefnum en á meðan hún fjárfestir ekki í nýrri tölvu eða nýju hleðslutæki þá er ég rólegur.
Gáfulegt?
Maður á kannski ekki að vera svona leiðinlegur að drulla yfir litlu systur hérna á veraldarvefnum en á meðan hún fjárfestir ekki í nýrri tölvu eða nýju hleðslutæki þá er ég rólegur.
fimmtudagur, júlí 10, 2008
Endalok súkkulaðiútgáfunnar
Ég er búinn að vera með ákveðinn hlut í kollinum í einhvern tíma núna. Fór allt í einu að hugsa um morgunkorn sem var til þegar ég var yngri og hét Crazy Cow. Ég verð að viðurkenna að ég mundi ekki mikið annað en nafnið, þurfti meira að segja að gúgla þetta til að fá það staðfest að þetta hefði verið til í raun og veru og ég væri ekki orðinn kreisí sjálfur. Eftir smá rannsóknarvinnu þá komst ég að því að þetta var framleitt undir merkjum General Mills, þeir hinir sömu og framleiða Cheeriosið og Cocoa Puffsið. Þetta virðist hafa verið á markaðnum í kringum 1980 og var bæði með súkkulaði og jarðaberjabragði. Mér finnst líklegt að ég hafi verið ginkeyptari fyrir súkkulaðibragðinu en sem fyrr í þessu máli verð ég að bera fyrir mig minnisleysi. Hafði þetta morgunkorn (sem var í raun kúlur) þann eiginleika að húðin leystist upp í mjólkinni og úr varð nokkurskonar kókómjólk (eða jarðaberjamjólk). Hlýtur sem sagt að hafa verið öflugara dæmi en það sem gerist með Cocoa Puffsið og Lucky Charmsið.
Af hverju þessar pælingar? Mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju súkkulaði Lucky Charmsið sem var hérna í sölu á landinu fyrir ca 1-2 árum gekk ekki. Ég er reyndar ekki Lucky Charms maður en maður hafði trú á þessu fyrst þetta hefðbundna selst alltaf vel.
Kannski var of ýkt að fá súkkulaði líka ofan í sykurpúðana, veit ekki.
Þetta var alla vega étið hérna á heimilinu svona á tyllidögum og síðasti skammturinn úr síðasta pakkanum sem ég var búinn að hamstra var kláraður í gær. Logi Snær fékk heiðurinn. Skipti engu þótt þetta hafi runnið út á dagsetningu fyrir rétt rúmu ári, menn létu sig hafa það. Sem er kannski frekar í tilfelli Ísaks frekar en Loga en sá yngri er nú varla kominn með mikið skynbragð hvort hluturinn sé útrunninn eður ei. Sem mér finnst nú oft stórlega ýkt dæmi, sérstaklega hvað þurrvöru hrærir.
En hvað um það, þessari sögu er lokið, í bili a.m.k og hérna sést Logi innbyrða síðasta súkkulaði Lucky Charmsinu væntanlega á Íslandi. Reyndar gerði hann sér ekki grein fyrir mikilvægi augnabliksins og gat ekki klárað...
Af hverju þessar pælingar? Mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju súkkulaði Lucky Charmsið sem var hérna í sölu á landinu fyrir ca 1-2 árum gekk ekki. Ég er reyndar ekki Lucky Charms maður en maður hafði trú á þessu fyrst þetta hefðbundna selst alltaf vel.
Kannski var of ýkt að fá súkkulaði líka ofan í sykurpúðana, veit ekki.
Þetta var alla vega étið hérna á heimilinu svona á tyllidögum og síðasti skammturinn úr síðasta pakkanum sem ég var búinn að hamstra var kláraður í gær. Logi Snær fékk heiðurinn. Skipti engu þótt þetta hafi runnið út á dagsetningu fyrir rétt rúmu ári, menn létu sig hafa það. Sem er kannski frekar í tilfelli Ísaks frekar en Loga en sá yngri er nú varla kominn með mikið skynbragð hvort hluturinn sé útrunninn eður ei. Sem mér finnst nú oft stórlega ýkt dæmi, sérstaklega hvað þurrvöru hrærir.
En hvað um það, þessari sögu er lokið, í bili a.m.k og hérna sést Logi innbyrða síðasta súkkulaði Lucky Charmsinu væntanlega á Íslandi. Reyndar gerði hann sér ekki grein fyrir mikilvægi augnabliksins og gat ekki klárað...
miðvikudagur, júlí 09, 2008
Yfir strikið
471...
...er sá fjöldi SMS-a sem ég sendi í maímánuði og fór all svakalega yfir strikið.
Helvítis fótboltabrölt.
...er sá fjöldi SMS-a sem ég sendi í maímánuði og fór all svakalega yfir strikið.
Helvítis fótboltabrölt.
þriðjudagur, júlí 08, 2008
Tár, bros og nýr íþróttagalli
Fengum að vita með dags fyrirvara að 6. flokkurinn hjá ÍR átti að taka þátt í móti í dag. Hálf skrítið að vera með mót frá hádegi til klukkan að verða fimm á virkum degi en það er víst allt leyfilegt yfir hásumarið. Liðið hans Ísaks beið afhroð svo ekki sé meira sagt en hann kom óskaddaður út úr því á endanum. Byrjaði fyrsta leikinn í marki en eftir að hafa þurft að hirða tuðruna níu sinnum úr netinu fór hann í aðra stöðu í hina tvo leiki sem eftir voru. Í þeim komu þrjú mörk, hann lagði upp tvö og kórónaði svo daginn með því að setja skallamark eftir hornspyrnu. Drengurinn var helsáttur við þetta og á eftir að lifa eitthvað á þessu.
Skallamark eftir hornspyrnu, það er nokkuð sem mér tókst aldrei að framkvæma á mínum útispilandi ferli og á varla eftir að gera úr þessu.
Eftir allt þetta ÍR basl allan liðlangan daginn þá var ekki annað hægt en að standa við gamalt loforð varðandi Loga Snæ en hann fékk loksins sinn eigin ÍR galla. Hann var líka helsáttur.
Skallamark eftir hornspyrnu, það er nokkuð sem mér tókst aldrei að framkvæma á mínum útispilandi ferli og á varla eftir að gera úr þessu.
Eftir allt þetta ÍR basl allan liðlangan daginn þá var ekki annað hægt en að standa við gamalt loforð varðandi Loga Snæ en hann fékk loksins sinn eigin ÍR galla. Hann var líka helsáttur.
laugardagur, júlí 05, 2008
Costa del Sol
Flugtak var áætlað kl 6:30 þann 18. júní þannig að menn fóru snemma að sofa eftir þjóðhátíðardagsskemmtunina. Stíft ferðalag framundan því við höfðum fengið tilkynningu um að vegna versnandi gengisafstöðu krónunnar sem leiddi af sér meiri bölmóð í þjóðfélaginu sem leiddi af sér færri sólarlandapantanir þetta árið, þá var ekki annað hægt en að hliðra til eitthvað af flugferðum og í okkar tilfelli þýddi það að við þurftum að millilenda á Mallorca. Þar fór stór hluti ferðalanganna út en við þurftum að húka inn í vél og bíða eftir Íslendingum á heimleið sem þurftu að gera sér að góðu að fljúga með okkur áfram til Costa del Sol áður en þeir gátu lagt af stað heim. Til að lengja enn setuna í vélinni þá tókst öðrum af flugdólgnum sem var um borð, sem hafði greinilega farið inn á klósett og fengið sér pilluskammt ofan í allt áfengið sem hann var búinn að innbyrða, að missa meðvitund skömmu fyrir lendingu og því þurfti að kalla til spænsku lögregluna. Hún var reyndar ekkert að flýta sér að því að drösla þessum tveimur félögum út og við hin þurftum því að bíða aðeins lengur. Þetta ferðalag sem venjulega tekur víst 4 og 1/2 tíma tók 7 tíma. En út komust við.
Hótelið sem við vorum á var Timor Sol sem ég valdi eftir að hafa ráðfært mig við vinnufélaga minn sem er hokinn reynslu í þessum fræðum og búinn að prófa þetta allt. Hótelið sjálft var frekar lúið og alveg kominn tími á að poppa það upp en staðsetningin var gargandi snilld og það var í raun það sem við vorum að borga fyrir. Ströndin nánast í garðinum, stutt í smábátahöfnina með öllum veitingastöðunum og göngugata beint niður í miðbæ. Gargandi snilld.
Við höfðum tekið ákvörðun um að vera ekki að drösla börnunum í túrana til Gíbraltar og Marokkó, það er hægt að taka það síðar. Við völdum frekar styttri túrana, tókum krókódílagarðinn sem vakti mikla lukku og fórum í Selwo dýragarðinn. Síðan fórum við sjálf bæði í tívolíið og vatnsleikjagarðinn. Tívolíið var sannkölluð svaðilför, lögðum af stað fótgangandi kl 11:00 um morguninn og vorum kominn rúmlega 16:00 á leiðarenda, með skipulögðum stoppum á leiðinni. Skil reyndar ekki enn hvernig drengirnir náðu að dröslast þetta en ég verð þó að viðurkenna að síðast spölurinn var MJÖG erfiður, hitinn var alveg að gera útaf við menn. Vorum síðan í tívolíinu til rúmlega 22:00 en ákváðum að fórna einhverjum evrum í leigubíl aftur niður á hótel. Ísak Máni var reyndar smátíma að taka tívolíið í sátt en viðmiðunarhæð í mörg tækin var 1.40 metrar. Sem er svona u.þ.b. hans hæð og það fór svolítið eftir þeim sem hleyptu inn í tækin hvort hann slapp eða ekki í tækin. Verra var líka að sumsstaðar var hámarkshæð 1.40 metrar og því lendi hann í því að mega ekki fara með bróðir sínum í einhver tæki. Mjög spes. Eftir reynslu sína af tívolíinu í Kaupmannahöfn þar sem honum var hleypt í nánast hvað sem var þegar hann var rétt 5 ára þá var hann ekki alveg 100% sáttur. Ég held að hann sé búinn að setja stefnuna á að fara aftur þangað við fyrsta tækifæri og aftur í þetta tívolí þegar hann er orðinn vel yfir 1.40 metrar á hæð.
Vatnsleikjagarðurinn var líka á dagskrá hjá okkur. Mikið fjör, sérstaklega fyrir mig og Ísak Mána en Logi Snær var ekki alveg með aldur í alvöruna þótt hann hafi haft það fínt í krakkahlutanum. Við Ísak Máni gátum ekki farið án þess að fara í þessa stærstu, Kamikaze. Þegar við vorum komnir upp þá var ég: a) skíthræddur um að Ísak Máni myndi ekki þora og við þyrftum að labba niður allan stigann aftur eða b) ég myndi ekki þora og þyrfti að labba einn niður allan stigann. Veit ekki hversu vel myndin af græjunni sýnir alvarleika hennar en ég get þó sagt að þegar maður sat og leit niður þá sá maður ekki sjálfa rennibrautina því fyrstu andartökin voru nánast í frjálsu falli. Á leiðinni niður áttaði ég mig á því af hverju við áttum að vera með krosslagaðar fætur því þann hluta ferðarinnar sem ég var ekki þannig þá fóru sundbuxurnar alveg upp í heila. Við Ísak Máni tókum þrjár ferðir áður en yfir lauk og ógeðslega var það gaman.
Ekki hægt að sleppa því að tala um fótboltann en EM var vitaskuld í gangi þegar við vorum úti og Spánverjarnir fóru alla leið og kláruðu þessa keppni. Þá var sko ekki leiðinlegt að vera út á Spáni. Við fórum og horfðum á leikina meðal Spánverjanna og það var mikið fagnað á götum úti, þetta var alvöru. Ég gat líka haldið nánast óhindrað með Spánverjunum eftir að þeir slógu Ítalina mína út sem gátu svo sem ekkert í þessari keppni.
Annað sem var gert var frekar hefðbundið. Það var eitthvað farið á ströndina og svo var líka verið í sundi út í hótelgarðinum. Minigolf var stundað og almennt chill.
Niðurstaðan úr þessari sólarstandartilraun er sú að þetta var alveg að virka og ég væri til í að gera þetta aftur, ég væri meira að segja til í að fara á þennan stað aftur.
Fleiri myndir á myndasíðunni -HÉR-
Hótelið sem við vorum á var Timor Sol sem ég valdi eftir að hafa ráðfært mig við vinnufélaga minn sem er hokinn reynslu í þessum fræðum og búinn að prófa þetta allt. Hótelið sjálft var frekar lúið og alveg kominn tími á að poppa það upp en staðsetningin var gargandi snilld og það var í raun það sem við vorum að borga fyrir. Ströndin nánast í garðinum, stutt í smábátahöfnina með öllum veitingastöðunum og göngugata beint niður í miðbæ. Gargandi snilld.
Við höfðum tekið ákvörðun um að vera ekki að drösla börnunum í túrana til Gíbraltar og Marokkó, það er hægt að taka það síðar. Við völdum frekar styttri túrana, tókum krókódílagarðinn sem vakti mikla lukku og fórum í Selwo dýragarðinn. Síðan fórum við sjálf bæði í tívolíið og vatnsleikjagarðinn. Tívolíið var sannkölluð svaðilför, lögðum af stað fótgangandi kl 11:00 um morguninn og vorum kominn rúmlega 16:00 á leiðarenda, með skipulögðum stoppum á leiðinni. Skil reyndar ekki enn hvernig drengirnir náðu að dröslast þetta en ég verð þó að viðurkenna að síðast spölurinn var MJÖG erfiður, hitinn var alveg að gera útaf við menn. Vorum síðan í tívolíinu til rúmlega 22:00 en ákváðum að fórna einhverjum evrum í leigubíl aftur niður á hótel. Ísak Máni var reyndar smátíma að taka tívolíið í sátt en viðmiðunarhæð í mörg tækin var 1.40 metrar. Sem er svona u.þ.b. hans hæð og það fór svolítið eftir þeim sem hleyptu inn í tækin hvort hann slapp eða ekki í tækin. Verra var líka að sumsstaðar var hámarkshæð 1.40 metrar og því lendi hann í því að mega ekki fara með bróðir sínum í einhver tæki. Mjög spes. Eftir reynslu sína af tívolíinu í Kaupmannahöfn þar sem honum var hleypt í nánast hvað sem var þegar hann var rétt 5 ára þá var hann ekki alveg 100% sáttur. Ég held að hann sé búinn að setja stefnuna á að fara aftur þangað við fyrsta tækifæri og aftur í þetta tívolí þegar hann er orðinn vel yfir 1.40 metrar á hæð.
Vatnsleikjagarðurinn var líka á dagskrá hjá okkur. Mikið fjör, sérstaklega fyrir mig og Ísak Mána en Logi Snær var ekki alveg með aldur í alvöruna þótt hann hafi haft það fínt í krakkahlutanum. Við Ísak Máni gátum ekki farið án þess að fara í þessa stærstu, Kamikaze. Þegar við vorum komnir upp þá var ég: a) skíthræddur um að Ísak Máni myndi ekki þora og við þyrftum að labba niður allan stigann aftur eða b) ég myndi ekki þora og þyrfti að labba einn niður allan stigann. Veit ekki hversu vel myndin af græjunni sýnir alvarleika hennar en ég get þó sagt að þegar maður sat og leit niður þá sá maður ekki sjálfa rennibrautina því fyrstu andartökin voru nánast í frjálsu falli. Á leiðinni niður áttaði ég mig á því af hverju við áttum að vera með krosslagaðar fætur því þann hluta ferðarinnar sem ég var ekki þannig þá fóru sundbuxurnar alveg upp í heila. Við Ísak Máni tókum þrjár ferðir áður en yfir lauk og ógeðslega var það gaman.
Ekki hægt að sleppa því að tala um fótboltann en EM var vitaskuld í gangi þegar við vorum úti og Spánverjarnir fóru alla leið og kláruðu þessa keppni. Þá var sko ekki leiðinlegt að vera út á Spáni. Við fórum og horfðum á leikina meðal Spánverjanna og það var mikið fagnað á götum úti, þetta var alvöru. Ég gat líka haldið nánast óhindrað með Spánverjunum eftir að þeir slógu Ítalina mína út sem gátu svo sem ekkert í þessari keppni.
Annað sem var gert var frekar hefðbundið. Það var eitthvað farið á ströndina og svo var líka verið í sundi út í hótelgarðinum. Minigolf var stundað og almennt chill.
Niðurstaðan úr þessari sólarstandartilraun er sú að þetta var alveg að virka og ég væri til í að gera þetta aftur, ég væri meira að segja til í að fara á þennan stað aftur.
Fleiri myndir á myndasíðunni -HÉR-
fimmtudagur, júlí 03, 2008
Kominn heim en nenni bara að tala um kökuna
Kominn heim frá Spáni. Nokkrar línur frá ferðinni koma hérna fljótlega og stefnan er meira að segja að dusta rykið af myndasíðunni, þ.e. ef ég man lykilorðið inn á hana enn.
Ísak Máni átti 9 ára afmæli þegar við vorum þarna úti en áður en við fórum var haldið smá fjölskylduboð og Sigga bakaði köku:
Hún lagðist misvel í gestina en bragið var allt í lagi held ég, ég sá a.m.k. ekkert slæmt við hana.
Ísak Máni átti 9 ára afmæli þegar við vorum þarna úti en áður en við fórum var haldið smá fjölskylduboð og Sigga bakaði köku:
Hún lagðist misvel í gestina en bragið var allt í lagi held ég, ég sá a.m.k. ekkert slæmt við hana.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)