fimmtudagur, júlí 17, 2008

Gáfulegt?

Litla systir hringdi í mig í dag til þess eins að spyrja mig hvort ég væri fyrir framan tölvu. Líklega vantaði henni einhverjar upplýsingar en þar sem ég var ekki fyrir framan tölvu þá náði sú umræða ekki lengra. Málið er að tölvan hennar er dauð en hleðslutækið fyrir tölvuna er bilað og hún tímir ekki að kaupa sér nýtt! Hún er sko að spá í að kaupa sér nýja tölvu en hvenær það gerist veit ég ekki en þangað til ætlar hún sko ekki að kaupa sér nýtt hleðslutæki. Líka rosalega leiðinlegt vegna þess að hún er sko með ógisslega sniðuga bloggpistla í kollinum en út af þessu öllu komast þeir ekki þaðan út til að skemmta okkur hinum.

Gáfulegt?

Maður á kannski ekki að vera svona leiðinlegur að drulla yfir litlu systur hérna á veraldarvefnum en á meðan hún fjárfestir ekki í nýrri tölvu eða nýju hleðslutæki þá er ég rólegur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

*hóst, hóst*