
Af hverju þessar pælingar? Mér er lífsins ómögulegt að skilja af hverju súkkulaði Lucky Charmsið sem var hérna í sölu á landinu fyrir ca 1-2 árum gekk ekki. Ég er reyndar ekki Lucky Charms maður en maður hafði trú á þessu fyrst þetta hefðbundna selst alltaf vel.
Kannski var of ýkt að fá súkkulaði líka ofan í sykurpúðana, veit ekki.
Þetta var alla vega étið hérna á heimilinu svona á tyllidögum og síðasti skammturinn úr síðasta pakkanum sem ég var búinn að hamstra var kláraður í gær. Logi Snær fékk heiðurinn. Skipti engu þótt þetta hafi runnið út á dagsetningu fyrir rétt rúmu ári, menn létu sig hafa það. Sem er kannski frekar í tilfelli Ísaks frekar en Loga en sá yngri er nú varla kominn með mikið skynbragð hvort hluturinn sé útrunninn eður ei. Sem mér finnst nú oft stórlega ýkt dæmi, sérstaklega hvað þurrvöru hrærir.
En hvað um það, þessari sögu er lokið, í bili a.m.k og hérna sést Logi innbyrða síðasta súkkulaði Lucky Charmsinu væntanlega á Íslandi. Reyndar gerði hann sér ekki grein fyrir mikilvægi augnabliksins og gat ekki klárað...
2 ummæli:
Sko best er að fá sér cherios í skál og eina lúku af kókópuffsi úti...
Annars man ég ekki eftir þessari brjálaði belju né súkkulaði charmsinu
Anyway verði þér að góðu
Crazy Cow??? Ekki man ég eftir neinu slíku. Man samt eftir að hafa snætt nokkra diska af Trix með ykkur Jóhönnu á Sæbólinu hérna í denn
Skrifa ummæli