þriðjudagur, júlí 08, 2008

Tár, bros og nýr íþróttagalli

Fengum að vita með dags fyrirvara að 6. flokkurinn hjá ÍR átti að taka þátt í móti í dag. Hálf skrítið að vera með mót frá hádegi til klukkan að verða fimm á virkum degi en það er víst allt leyfilegt yfir hásumarið. Liðið hans Ísaks beið afhroð svo ekki sé meira sagt en hann kom óskaddaður út úr því á endanum. Byrjaði fyrsta leikinn í marki en eftir að hafa þurft að hirða tuðruna níu sinnum úr netinu fór hann í aðra stöðu í hina tvo leiki sem eftir voru. Í þeim komu þrjú mörk, hann lagði upp tvö og kórónaði svo daginn með því að setja skallamark eftir hornspyrnu. Drengurinn var helsáttur við þetta og á eftir að lifa eitthvað á þessu.

Skallamark eftir hornspyrnu, það er nokkuð sem mér tókst aldrei að framkvæma á mínum útispilandi ferli og á varla eftir að gera úr þessu.

Eftir allt þetta ÍR basl allan liðlangan daginn þá var ekki annað hægt en að standa við gamalt loforð varðandi Loga Snæ en hann fékk loksins sinn eigin ÍR galla. Hann var líka helsáttur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skallamark eftir hornspyrnu??? Þú er markvörður, formaður og þjálfari. Þú leggur þetta að sjálfsögðu þannig upp að þú ferð fram í öllum hornspyrnum og kippir þessu í liðinn.
Svo bíð ég eftir pistli sem ber titilinn "Fyrsta skallamarkið eftir hornspyrnu"

Capish